Söguskoðun

32 - Ísland og nasisminn

January 25, 2021 Söguskoðun hlaðvarp Season 3 Episode 9
Söguskoðun
32 - Ísland og nasisminn
Show Notes

Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um íslenska nasista og tengsl þýskra nasista við Ísland á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld. Ekki hefur mikið borið á sagnfræðilegri umræðu um þetta málefni síðastliðna áratugi, en mikil gróska var í útgáfu bóka fyrir um það bil 30 árum síðan, um íslenska nasista heima og erlendis og njósnir og ráðabrugg þýskra nasista á íslandi.

Í þættinum er rætt um Flokk þjóðernissinna sem var nasistaflokkur starfandi á Íslandi, og Íslendinga sem unnu með þjóðverjum á Norðurlöndum. Þá er spjallað um kynþáttahugmyndir nasista og hlutverk Íslands og Íslendinga í þessum hugmyndaheimi nasista.