Söguskoðun

17 - Fernand Braudel og Annales-skólinn

March 18, 2020 Söguskoðun hlaðvarp Season 2 Episode 9
Söguskoðun
17 - Fernand Braudel og Annales-skólinn
Show Notes

Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um franska sagnfræðinginn Fernand Braudel og meistaraverk hans Miðjarðarhafið, sem kom út fyrir rúmlega hálfri öld síðan. Nafn Braudels og verk hans koma oft fyrir í yfirlitsritum um sögu sagnfræðinnar enda var hann einn af leiðtogum Annales-skólans franska. Annálaskólinn var um miðbik 20. aldar eitt helsta vígi félagsfræðilegrar sagnfræði, en tímaritið Annales. Histoire, Sciences Sociales hefur nú komið út í bráðum heila öld.

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.