Söguskoðun

39 - Baráttan um land Eiríks rauða

May 29, 2021 Season 3 Episode 16
Söguskoðun
39 - Baráttan um land Eiríks rauða
Show Notes Chapter Markers

Þegar Dansk-norska ríkið liðaðist í sundur eftir Napóleonsstyrjaldirnar árið 1814 varð Noregur hluti Svíþjóðar en Danir héldu yfirráðum yfir eyjunum á Atlantshafi: Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. 

Rúmri öld síðar, á fyrri hluta 20. aldar, voru Norðmenn upprennandi veldi á norðurslóðum og Íslendingar stóðu í sjálfstæðisbaráttu og höfðu áætlanir um útrás á fiskimiðin. Þessar gömlu samveldisþjóðir deildu nú um það hver ætti að fara með fullveldi yfir nýlendunni Grænlandi. Íslendingar sögðust hafa fundið og byggt landið fyrst, Noregskonungur hafði slegið eign sinni á það fyrstur valdhafa, en Danir státuðu af því að hafa fyrir 300 árum í ár, fundið það aftur og gerðu tilkall til eyjunnar allrar. Fáir spurðu hvað Grænlendingum sjálfum fannst. 

Í þessum síðasta þætti af Söguskoðun fyrir sumarfrí ræða Ólafur og Andri um þessa sögu sem ekki mikið hefur verið fjallað um en er þó bæði stórmerkileg og stórfurðuleg.

Málefni dagsins
Tilkall Norðmanna til Grænlands
Nýlendustjórn Dana á Grænlandi
Alþjóðadómstóllinn í Haag
Quisling og krafan um Grænland
Tilkall Íslendinga til Grænlands