Söguskoðun

65 - Ancien Régime: Frakkland á barmi byltingar

April 07, 2023 Season 5 Episode 12
Söguskoðun
65 - Ancien Régime: Frakkland á barmi byltingar
Show Notes Chapter Markers

Franska byltingin hófst árið 1789 og er hún jafnan talin á meðal merkustu atburða mannkynssögunnar. Byltingin varð til í umróti nýrra hugmynda í landi sem bar einkenni mikils félagslegs óréttlætis. Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur þetta samfélag sem stundum er kallað Ancien Régime - gamla stjórnin, með áherslu á  síðasta franska Búrbónakonunginn, Loðvík XVI, en hann var tekinn af lífi af byltingarmönnum árið 1793.

Heitar umræður spunnust um endurskoðun sögunnar, um lögstéttarkerfið, skattkerfið og minningu konungsins og drottningarinnar Marie Antoinette. Var Ancien Régime eins gegnumsýrt af spillingu og óstjórn eins og byltingarmenn höfðu uppi, eða var byltingin óumflýjanleg afleiðing óskilvirks og óréttláts samfélags?

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

Sólkonungurinn og einveldið
Loðvík XVI og Marie Antoinette
Óréttlæti, spilling, upplýsing og bylting
Síðustu dagar konungsins