Söguskoðun

69 - Konungsríkið Kongó

May 30, 2023 Season 5 Episode 16
Söguskoðun
69 - Konungsríkið Kongó
Show Notes Chapter Markers

Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur miðaldakonungsríkið Kongó í Mið-Afríku sem stofnað var undir lok 14. aldar og leið ekki formlega undir lok fyrr en á 20. öld. Fá miðstýrð ríki voru til staðar í Afríku sunnan Sahara fyrir nýlenduvæðinguna, en konungsríkið Kongó varð til við samruna ættbálka og samþjöppun valds í kringum höfuðstaðinn Mbanza-Kongo sem nú er í norðanverðri Angóla. 

Kongó varð fljótt upp úr 15. öld að miðstöð portúgölsku þrælaverslunarinnar og rann hægt og rólega inn í portúgalska heimsveldið.  Konungur Kongó varð lénsmaður portúgalska konungsins  í Angóla og árið 1885 var Kongósvæðinu formlega útdeilt á milli Belga, Frakka og Portúgala.

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

Miðaldaríkið Kongó
Portúgalska hemsveldið og þrælaverslun