Söguskoðun

79 - Íslömsku "púðurveldin": Safavídar, Mógúlar og Ottómanar

January 12, 2024 Season 6 Episode 9
Söguskoðun
79 - Íslömsku "púðurveldin": Safavídar, Mógúlar og Ottómanar
Show Notes

Ólafur og Andri settust niður til að ræða þrjú íslömsk ríki á árnýjöld; Ottómanaríkið, Safavídaríkið í Persíu og Mógúlaríkið á Indlandi, sem stundum hafa verið flokkuð til hinna svokölluðu "púðurvelda", eða gunpowder empires

Hugtakið er eignað bandarísku heimssögusagnfræðingunum Marshall Hodgson og William McNiell, en þá var vísað til ýmissa þátta sem þessi þrjú ríki áttu sameiginlega, og til þess að þau risu fram sem öflug miðstýrð ríki á persneskum, tyrkískum og íslömskum grunni á öld byssupúðursins.  Hugtakið er þó komið til ára sinna og er ekki óumdeilt.

Ottómanaríkið varð til í Anatólíu á 13. öld og varð eitt af stærstu heimsveldum sögunnar. Það réði austurhluta Miðjarðarhafsins þar til veldið leystist upp eftir fyrri heimsstyrjöld. Safavídar og Mógúlar komu komu fram á 16. öld og liðu ríki þeirra undir lok á 18. og 19. öld. Þessi þrjú ríki voru mikilar menningarmiðstöðvar, öflug hernaðarveldi og bjuggu að miklum ríkidæmum, og mætti ætla að þau gætu talist fyrirrennarar nútímaríkjana Tyrklands, Írans og Pakistans. 


Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.