Söguskoðun

91 - Nýlendur og nýlendustríð í Norður-Ameríku

Season 7 Episode 1

Þátturinn byrjar á 53. mínútu.

Söguskoðunarmenn snúa aftur eftir sumarið til að taka gott spjall um nýlendur Englendinga og Frakka í Norður-Ameríku á síðari hluta 18. aldar. 

Englendingar komu á fót nýlendum sínum þrettán meðfram austurströnd Norður-Ameríku á 17. öld. Frakkar settu á stofn gríðarstóra nýlendu meðfram Mississippifljóti frá Louisiana í suðri, og í norðri á því svæði sem í dag er Quebec.

Árin 1754-1763 var háð mikið nýlendustríð á milli Frakka og Englendinga, sem varð til þess að Frakkar misstu nær allt sitt land í Norður-Ameríku. Bretar réðu nú yfir nær hálfu meginlandi Norður-Ameríku, öllu austan við Missisippi frá Flórída til Kanada. Rúmum áratug síðar risu nýlendurnar þrettán upp gegn Bretum og urðu að Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.