Söguskoðun
Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum.
Episodes
100 episodes
99 - Síonisminn og stofnun Ísraelsríkis 1948 II. hluti
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn.Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem ...
•
Season 7
•
Episode 9
•
1:29:20
98 - Síonisminn og stofnun Ísraelsríkis 1948 I. hluti
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn.Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem ...
•
Season 7
•
Episode 8
•
1:16:28
97 - Saurmál á miðöldum
Varúð! Þessi þáttur er helgaður mannaúrgangi.Ólafur og Andri halda áfram að velta fyrir sér mýtunni um hinar "myrku miðaldir" og að þessu sinni um ímynd okkar um að Evrópubúar miðalda hafi lifað í eintómum óhreinindum og sjúkdómum. ...
•
Season 7
•
Episode 7
•
1:25:22
96 - Mólok og barnafórnir Föníkumanna
Í tilefni hrekkjavökunnar komu Söguskoðunarmenn saman til að draga fram óhugnað úr fortíðinni.
•
Season 7
•
Episode 6
•
1:11:26
95 - Föníka, fyrsta verslunarveldi fornaldar
Í þættinum í dag komu Ólafur og Andri saman til að tala hið forna samfélag Föníkumanna við botn Miðjarðarhafs, en gullöld þeirra var á tímabilinu 1000-800 f.kr. Föníkumenn voru fólk sem bjó á því svæði sem í dag er Líbanon. Deilt e...
•
Season 7
•
Episode 5
•
1:25:06
94 - Keltnesk kristni og uppruni Íslendinga
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur keltneska kristni, eða írsku miðaldakirkjuna og hugmyndir manna um möguleg áhrif hennar á Íslandi á landnámsöld.Oft hefur því verið haldið fram að keltnesk kristni hafi verið sérstök og frábrugðin ö...
•
Season 7
•
Episode 4
•
1:21:14
93 - Hugmyndasaga, PTSD og andleg heilsa
Hlaðvarpsmenn komu saman í dag til að ræða áfallastreituröskun (PTSD) og hugmyndasögulegan bakgrunn þess fyrirbæris í tengslum við hernað, og önnur tengd málefni.Í heimildum koma fyrir frásagnir af hegðun í tenglsum við hernað sem fræði...
•
Season 7
•
Episode 3
•
1:49:48
92 - Kommúnistaflokkur Íslands
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur um íslensku kommúnistahreyfinguna á millistríðsárunum og Kommúnistaflokk Íslands. Eftir að hreyfing sósíalista á heimsvísu klofnaði í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar og rússnesku byltingarinnar s...
•
Season 7
•
Episode 2
•
1:45:46
91 - Nýlendur og nýlendustríð í Norður-Ameríku
Þátturinn byrjar á 53. mínútu.Söguskoðunarmenn snúa aftur eftir sumarið til að taka gott spjall um nýlendur Englendinga og Frakka í Norður-Ameríku á síðari hluta 18. aldar. Englendingar komu á fót nýlendum sínum þrettán með...
•
Season 7
•
Episode 1
•
2:11:56
90 - Sól og sagnfræði
Í síðasta þætti hlaðvarpsins fyrir sumarfrí ræðum við um sagnfræði, herinn, hlaðvörp, bækur og fleira og fleira.
•
Season 6
•
Episode 19
•
1:11:38
89 - Um Júgóslavíu 1918-1941
Andri og Ólafur komu saman til að ræða um Júgóslavíu sem sögulegt fyrirbrigði, stofnun hennar og fyrstu áratugi þess ríkis 1918-1941.Júgóslavía (Konungsríki Serba, Króata og Slóvena) varð til 1. desember 1918 við samruna Serbíu, Svartfj...
•
Season 6
•
Episode 18
•
1:23:32
88 - Austurríki-Ungverjaland í fyrri heimsstyrjöld
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um síðustu ár Austurríkis-Ungverjalands og þáttöku þess í fyrri heimsstyrjöld. Austurríki-Ungverjaland var eitt þeirra gömlu keisaradæma sem féll eftir stríðið mikla 1914-1918, og tvístraðist í...
•
Season 6
•
Episode 17
•
2:01:30
87 - Oppenheimer og kjarnorkusprengjan
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um J. Robert Oppenheimer og fæðingu kjarnorskusprengjunnar Ólafur las bókina American Prometheus: The Triumph and Tragedy of J. Robert Oppenheimer eftir Kai Bird and Martin J. Sherwin en ef...
•
Season 6
•
Episode 16
•
1:43:40
86 - Konstantínus mikli
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn rómarkeisarann Konstantínus I, sem er einn þeirra sem fengið hafa nafnbótina hinn mikli. Konstantínus ruddist til valda í Rómaveldi árið 306 eftir talsvert valdabrölt innan fjórveldis...
•
Season 6
•
Episode 16
•
1:32:39
85 - Þriðju aldar kreppan í Rómaveldi
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rómverska keisaradæmisins á 3. öld e. kr. en þá geisaði hin svonefnda þriðju aldar kreppa, sem varð ríkinu næstum að falli.Rómaveldi þanndist talsvert út á öldunum í kringum kristsburð. Fyrstu ...
•
Season 6
•
Episode 15
•
1:22:41
84 - Reconquista
Í framhaldi af umræðum okkar um Al-Andalus ræðum við í þættinum í dag um "endurheimtina", eða reconquista, þegar kristnu ríkin á Íberíuskaga endurheimtu land Vísigota úr höndum múslíma. Reconquista var ekki eitt...
•
Season 6
•
Episode 14
•
58:36
83 - Al-Andalus: Veldi múslima á Spáni
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur veldi múslima á Spáni 711-1492. Á 7. og 8. öld breiddist íslam leiftursnökkt út frá Arabíu í allar áttir. Árið 711 féll ríki Vísigota á Íberíuskaga fyrir Aröbum og Berbum frá Norður-Afríku, og ...
•
Season 6
•
Episode 13
•
1:18:38
82 - Um stríðslög og stríðsglæpi
Þátturinn byrjar á 7. mínútu.Í framhaldi af umræðum okkar um Rauða krossinn ræða Söguskoðunarmenn í dag um málefni tengd Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðareglum sem gilda í stríði. Menn hafa frá örófi alda reynt að hafa ei...
•
Season 6
•
Episode 12
•
1:19:52
81 - Rauði krossinn
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rauða krossins, frá stofnun hans árið 1863 og fram á miðja 20. öld, en á þessu ári eru einmitt 100 ár síðan landsdeild Rauða krossins á Íslandi var stofnuð í desember 1924. Rauði kr...
•
Season 6
•
Episode 11
•
1:18:00
80 - Gítarþátturinn
Í tilefni af 80. þætti hlaðvarpsins bregðum við út af vananum og ræðum eitthvað allt, allt annað...Við kynnum einnig til leiks nýja vefsíðu þáttarins: Soguskodun.com. Söguskoðun er einnig á <...
•
Season 6
•
Episode 10
•
1:02:35
79 - Íslömsku "púðurveldin": Safavídar, Mógúlar og Ottómanar
Ólafur og Andri settust niður til að ræða þrjú íslömsk ríki á árnýjöld; Ottómanaríkið, Safavídaríkið í Persíu og Mógúlaríkið á Indlandi, sem stundum hafa verið flokkuð til hinna svokölluðu "púðurvelda", eða gunpowder empires. ...
•
Season 6
•
Episode 9
•
1:28:31
78 - Krímstríðið 1853-1856
Andri og Ólafur ræða í þessum þætti gang og afleiðingar Krímstríðsins 1853-1856 milli Rússa annars vegar og Frakka, Breta, Tyrkja og Sardiníumanna hins vegar. Krímstríðið var fyrsta styrjöldin sem háð var á milli evrópsku stórvelda...
•
Season 6
•
Episode 8
•
1:05:21
77 - Evrópski konsertinn og aðdragandi Krímstríðsins
Þátturinn byrjar á 18 mínútu.Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur aðdraganda Krímstríðsins 1853-1856 og hið pólitíska landslag Vínarfundarins í Evrópu sem komið var á laggirnar 1815 þegar Napóleon var yfirbugaður. Styrjöld...
•
Season 6
•
Episode 7
•
1:27:11
76 - Jólaþáttur 2023 - Hinn sögulegi Jesús
Í tilefni jólanna komu Söguskoðunarmenn saman til að ræða Jesú Jósefsson frá Nasaret, en hann fæddist (samkvæmt vestrænni hefð) á þessum degi fyrir 2727 árum, nánar tiltekið árið u.þ.b. 4 fyrir okkar tímatal. Ólafur setti upp guðfræðingagleraug...
•
Season 6
•
Episode 6
•
1:23:36