Söguskoðun

116 - Um sósíalísku Júgóslavíu 1943-1992

Season 8 Episode 5

Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um Júgóslavíu eftir seinni heimsstyrjöld og fram að falli kommúnismans.

Þátturinn er sjálfstætt framhald af þætti 89 - Um Júgóslavíu 1918-1941.

Skæruliðar kommúnista undir stjórn landsföðurins Josip Broz Tito sameinuðu þjóðarbrot Júgóslavíu eftir miklar blóðsúthellingar seinni heimsstyrjaldar og endurreistu fjölþjóðlega ríkið á nýjum grunni. 

Sósíalíska Júgóslavía var öðruvísi en hin kommúnistaríkin í Austur-Evrópu. Eftir klofninginn við Stalín 1948 fór Tító egin leiðir og mótaði sérstakan júgóslavneskan sósíalisma. Júgóslavía stóð einnig utan hernaðarbandalaga og tróð milliveginn á milli Vesturveldanna og Sovétríkjanna í kalda stríðinu. 

En undir niðri kraumuðu þjóðernisdeilur og andstæður, og eftir efnahagshamfarir 9. áratugarins og fall kommúnismans í Austur-Evrópu lá leið Júgóslavíu til borgarastyrjaldar.

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.