
Söguskoðun
Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum.
Söguskoðun
108 - Páfinn: Um biskupinn í Róm frá Pétri postula til nútímans
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarbræður sögu páfadæmisins, þessa fornu stofnunar sem hefur gegnt lykilhlutverki í kristinni trú og evrópskri sögu öldum saman.
Mögulega er páfadómurinn eitt elsta embætti sem enn er mannað í okkar heimshluta, og varla fór framhja neinum þegar nýr páfi var kjörinn nú fyrir skömmu. Í þessum þætti ræða Ólafur og Andri um þróun og sögu páfans, löggildingu hans sem arftaki Péturs postula, deilur hans við konunga og keisara á miðöldum, klofninginn við austurkirkjuna, siðaskiptin og fleira og fleira.
Er hinn heilagi faðir í Róm arftaki Krists á jörðu, eða er hann afurð veraldlegra og pólitískra hreyfinga eftir fall Rómarveldis?
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.