Söguskoðun

103 - Markús Árelíus: Heimspekikóngurinn og síðasti gullaldarkeisari Rómar

Season 7 Episode 13

Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um Markús Árelíus, keisara og heimspeking, sem stundum er kallaður síðasti gullaldarkeisari Rómaveldis. Stjórn hans markaði lok tímabils friðar og stöðugleika í ríkinu, en einnig upphaf hnignunar.

Markús Árelíus var ekki aðeins valdamikill keisari heldur einnig hugsuður í anda stóuspekinnar. Í riti sínu, Hugleiðingar, sem ekki var ætlað til birtingar, speglar hann eigin siðferðisviðhorf, ábyrgð sína sem stjórnanda og viðleitni til að lifa í samræmi við náttúrulega reglu heimsins. Þrátt fyrir heimspekilega rósemi þurfti hann að leiða Rómarveldi í gegnum stríð við Parþa og Germani, og mikla drepsótt sem loks varð hans bani.

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.