Söguskoðun
Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum.
Söguskoðun
119 - Konungsríkið Jerúsalem og krossfararíkin í austri
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um krossafararíkin sem komið var á fót í Austurlöndum Nær í kjölfar fyrstu krossfararinnar 1095-1099.
Konungsríkið Jerúsalem var stærst og mikilvægast krossfararíkjanna, enda var höfuðborg þess borgin helga. Í konungsríkinu lifðu múslimar og ýmsir kristnir trúarhópar, gyðingar, armenar, arabar og ítalskir kaupmenn, undir innfluttu lénskerfi frönsku- og latínumælandi Franka. Viðskipti milli Evrópu og Asíu blómstruðu og ríkið varð fastur hluti af heimsmynd Mið-Austurlanda.
En sem hluti af heilögu stríði var tilvist krossfararíkjanna háð sundrungu múslima. Eftir að múslimar sameinuðustu á 12. öld, síðast undir stjórn Saladíns, féll Jerúsalem með dramatískum hætti árið 1187 og konungsríkið þurrkaðist út. Síðustu leifar krossfararíkjanna féllu eftir þegar Mamelúkar tóku Acre 1291.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.