Söguskoðun
Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum.
Söguskoðun
98 - Síonisminn og stofnun Ísraelsríkis 1948 I. hluti
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn.
Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem byggir á þeirri hugmynd að Gyðingar, sem öldum saman bjuggu innan um annað fólk í Evrópu, Asíu og í Afríku, ættu sér sögulegt heimaland í Palestínu og ættu að stofna þar til þjóðríkis.
Í þessum fyrri hluta ræða Söguskoðunarmenn um Gyðinga frá fornöld og fram á 19. öld. Þá skaut klassískur síonismi rótum á meðal evrópskra Gyðinga og hugmyndin um stofnun ríkis í Palestínu varð skyndilega raunhæf með hruni Ottómanríkisins.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.