Söguskoðun

106 - Um samúræja og sjóguna í Japan

Season 7 Episode 16

Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um samúræjana – stríðsmenn gamla Japans og táknmyndir japanskrar menningar. 

Samúræjarnir voru kjarninn í japönsku lénsskipulagi og áttu gullöld sína á  Tokugawa tímabilinu (1600–1868), þegar Japan var sameinað undir sterku miðstjórnarvaldi sjógúnanna. Þetta tímabil einkenndist af friði, einangrunarstefnu og blómaskeiði í menningu, listum og heimspeki. 

Samúræjarnir voru hermenn, aðalsmenn og embættismenn og gegndu lykilhlutverki í samfélagi þar sem heiður, hollusta og agi réðu ríkjum. Riddaralegur lífstíll og siðir samúræjanna byggði á bushidō, „leið stríðsmannsins“, og hafa þessir japönsku riddarar verið táknmynd hins forna Japans sem leið undir lok á 19. öld.

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.