Söguskoðun

99 - Síonisminn og stofnun Ísraelsríkis 1948 II. hluti

Season 7 Episode 9

Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn.

Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem byggir á þeirri hugmynd að Gyðingar, sem öldum saman bjuggu innan um annað fólk í Evrópu, Asíu og í Afríku, ættu sér sögulegt heimaland í Palestínu og ættu að stofna þar til þjóðríkis. 

Í þessum síðari hluta ræðum við atburðina frá endalokum fyrri heimsstyrjaldar þegar Bretar fengu umboð til að stjórna Palestínu og þangað til Ísraelsríki var stofnað í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun um skiptingu landsins árið 1947. 

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.