Söguskoðun
Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum.
Söguskoðun
95 - Föníka, fyrsta verslunarveldi fornaldar
Í þættinum í dag komu Ólafur og Andri saman til að tala hið forna samfélag Föníkumanna við botn Miðjarðarhafs, en gullöld þeirra var á tímabilinu 1000-800 f.kr.
Föníkumenn voru fólk sem bjó á því svæði sem í dag er Líbanon. Deilt er um hvort kalla megi Föníka "þjóð" og samheldið menningarsamfélag, eða samansafn borgríkja. Mjög fáar skriflegar heimildir eru til um Föníka, og mest er til í frásögnum nágranna þeirra, en það voru einmitt grískir sagnaritarar sem gáfu okkur nafnið Fönikía eða Föníka, Föníkar og Fönikíumenn.
Föníkar voru ein mesta verslunarþjóð fornaldarinnar. Þeir sigldu um Miðjarðarhafið og stofnuðu nýlendur á Spáni, Grikklandi, Ítalíu og í Norður-Afríku. Afsprengi Föníku var nýlendan Karþagó sem átti eftir að stofna egið nýlendu- og verslunarveldi á Miðjarðarhafinu. Menning þeirra var æfaförn, og nær aftur til bronsaldar, en hún leið undir lok undir Rómarveldi á síðustu öldum fyrir kristburð.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.