Söguskoðun

86 - Konstantínus mikli

Season 6 Episode 16

Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn rómarkeisarann Konstantínus I, sem er einn þeirra sem fengið hafa nafnbótina hinn mikli

Konstantínus ruddist til valda í Rómaveldi árið 306 eftir talsvert valdabrölt innan fjórveldisins sem Díókletíanus kom á laggirnar eftir þriðju aldar kreppuna. Hann varð einvaldur árið 324 og ríkti sem slíkur í 19 ár. Var hann þaulsetnasti rómarkeisarinn á eftir Ágústusi. 

Konstantínus hélt áfram umbótum Díokletíanusar og kom á stöðuleika í nokkur ár. Umgjörð síðrómverska ríkisins og síðar austrómverska ríkisins er arfleifð hans en hann stofnaði nýja höfuðborg Rómaveldis í Nýju Róm, Konstantínópel, sem átti eftir að vera miðpunktur nýs Rómaveldis í meira en þúsund ár. Þar fyrir utan var Konstantínus fyrsti kristni rómarkeisarinn og vann hann ötullega að því að koma kirkjunni á koppinn, en fyrir hans daga voru kristnir menn reglulega ofsóttir í Rómaveldi. 

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.