Söguskoðun
Andri Jónsson og Ólafur Hersir Arnaldsson ræða sögu og sagnfræðileg málefni á léttu nótunum.
Söguskoðun
89 - Um Júgóslavíu 1918-1941
Andri og Ólafur komu saman til að ræða um Júgóslavíu sem sögulegt fyrirbrigði, stofnun hennar og fyrstu áratugi þess ríkis 1918-1941.
Júgóslavía (Konungsríki Serba, Króata og Slóvena) varð til 1. desember 1918 við samruna Serbíu, Svartfjallalands, og suður-slavnesku landsvæðanna sem áður höfðu tilheyrt Austurríki-Ungverjalandi, Króatíu, Slóveníu og Bosníu. Ríkið var afleiðing Friðarráðstefnunnar í París, og Serbía var eitt af sigurvegararíkjum fyrri heimsstyrjaldar.
Júgóslavismi sem þjóðernishyggja Suður-Slava á rætur að rekja til 19. aldar. Króatar og Serbar lögðu ólíkan skilning í framkvæmd hennar vegna mismunandi sögu og reynslu þjóðanna. Segja má að sambúðin hafi verið strembin frá upphafi, en Júgóslavía flosnaði upp árið 1941 í kjölfar innrásar Öxulveldanna í síðari heimsstyrjöld.
Þessi þáttur er fyrri hluti umræðna um Júgóslavíu. Í síðari hluta verður rætt um sósíalísku Júgóslavíu eftir stríð, sem flosnaði aftur upp á 10. áratugnum.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.